Skyndihjálparnámskeið fyrir
fyrirtæki, hópa og skóla
Ég býð upp á hagnýt og fagleg skyndihjálparnámskeið sem henta vel fyrir vinnustaði, hópa og skóla sem vilja efla öryggi og viðbragðsgetu. Námskeiðin eru sveigjanleg að lengd og innihaldi, og hægt er að aðlaga þau að þörfum hvers hóps.
Áherslan er á einföld og árangursrík viðbrögð í neyð, þar sem þátttakendur fá tækifæri til að æfa verklega og öðlast sjálfstraust til að bregðast rétt við þegar mest á reynir.
Ég hef verið virkur meðlimur í Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík síðan árið 2011, þar sem ég hef meðal annars verið flokkstjóri sjúkrasviðs og mikið komið að kennslu nýliða innan sveitarinnar. Ég er menntuð sem Wilderness First Responder og Emergency Medical Technician (EMT), sem hefur veitt mér traustan fræðilegan grunn í bráða- og björgunarfræðum.
Undanfarin þrjú ár hefur mitt aðal starf verið kennsla í skyndihjálp fyrir Rauða kross Íslands og Landsbjörg og býð nú upp á námskeið á eigin vegum. Kennslan byggir á fræðsluefni og viðurkenndum stöðlum Rauða kross Íslands, með áherslu á hagnýta þekkingu, öryggi og einfaldar aðferðir sem virka þegar á reynir.
Ég kem á staðinn á tíma sem hentar ykkur, hvort sem það er á virkum dögum, kvöldum eða um helgar. Það eina sem þarf er að hægt sé að tengja tölvu við skjá eða skjávarpa með mynd og hljóði.
Námskeiðin eru í boði á íslensku eða ensku.





