Slys & veikindi barna - 4 klst
Þetta námskeið er sérstaklega ætlað foreldrum, dagforeldrum, starfsfólki leikskóla og frístundaheimila, leiðbeinendum á leikjanámskeiðum, kennurum og íþróttaþjálfurum. Markmiðið er að kenna hvernig bregðast má rétt við þegar barn slasast eða veikist skyndilega. Námskeiðið hentar bæði fyrirtækjum og almenningi sem vilja efla öryggi barna í umsjá sinni.
Lengd
4 klukkustundir
Markmið
Að þátttakendur læri að veita skyndihjálp við algeng slys og veikindi barna og öðlist sjálfstraust til að bregðast hratt og rétt við í neyðartilvikum.
Viðfangsefni
Staðreyndir um slys og áhættuþætti hjá börnum
Fjögur skref skyndihjálpar – tryggja öryggi á vettvangi, meta ástand barns, kalla til hjálp og veita skyndihjálp
Endurlífgun barna – að kanna viðbrögð, opna öndunarveg, meta öndun, framkvæma hjartahnoð og blástur, setja í hliðarlegu og losa aðskotahlut úr öndunarvegi
Skyndihjálp við áverka – blæðingar, blóðnasir, sár, höfuðáverkar, beinbrot, bruni og eitranir
Skyndihjálp við veikindum – heilahimnubólga, ofþornun, hiti, flog eða krampar, bráðaofnæmi, sykurfall, öndunarerfiðleikar og hitaslag
Sálrænn stuðningur við börn – hvernig róa má barn og styðja það andlega í streituvaldandi aðstæðum
Aldurstakmark
16 ára og eldri.
Mat
Frammistaða er metin í gegnum allt námskeiðið. Ekki er krafist skriflegs eða verklegs prófs.
Viðurkenning
Þátttakendur fá skírteini fyrir lokið námskeiði. Mælt er með að endurmennta sig annað hvert ár til að viðhalda þekkingu og öryggi.
Verð
Fyrir 1–15 þátttakendur: 113.200 kr.
Auka þátttakendur (allt að 5 til viðbótar): 7.000 kr. á mann
Einstaklingur á staðnámskeiði: 11.000 kr.
Bókanir
Vinsamlegast sendið tölvupóst á styranehf@gmail.com

