top of page

Hvað er trans heilun?

 

Trans heilun er róandi orkumeðferð þar sem ég fer inn í breytt meðvitundarástand og leyfi heilandi flæði að vinna í gegnum mig. Í þessu ástandi stígur rökhugsunin hjá mér til hliðar og ég opna fyrir að orkan fái að vinna þar sem hennar er mest þörf. Orkan kemur ekki frá mér sjálfri, heldur flæðir í gegnum mig.

Þú þarft ekki að fara í neitt sérstakt ástand. Þú liggur eða situr einfaldlega þægilega, slakar á og mátt alveg sofna ef það gerist. Meðferðin fer fram án snertingar og byggir á tengingu og nærveru.

Vegna þess að ég vinn í djúpum trans, getur orkan haft áhrif á þína innri spennu, tilfinningar og mynstur sem oft liggja undir yfirborði daglegrar meðvitundar. Vinnan er alltaf mild og fer aldrei fram af krafti.

Mörg upplifa djúpa ró, hlýju og mýkt í líkamanum. Önnur finna fyrir innri léttleika eða tilfinningalegri losun sem á sér stað án þess að þau þurfi að gera neitt sérstakt.

Hvað gerist í trans heilun?

Trance-heilunartími er allt að 30 mínúturÍ upphafi tímans finnur þú þér þægilega stöðu, liggjandi eða sitjandi. Sum sofna í tímanum, sem er alveg eðlilegt. Önnur eru vakandi allan tímann. Hvort tveggja er í lagi. Þú þarft ekki að einbeita þér að neinu sérstöku eða gera neitt annað en að leyfa orkuflæðið.

.

Ég fer í trans ástand og sit kyrr á meðan orkan vinnur. Ég leyfi orkunni einfaldlega að vinna á sínum hraða. Stundum finnur fólk fyrir einhverju í tímanum, stundum ekki. Stundum gerist breytingin smám saman á næstu klukkustundum eða dögum. Allt er þetta eðlilegt.

Það sem þú gætir upplifað:

  • hlýju

  • slökun í líkamanum

  • þreytu

  • léttleika

  • tilfinningalegri losun

Er trans heilun fyrir mig?

Ef þú glímir við eitthvað af eftirtöldum vandamálum þá er trans heilun meðferð sem gæti hjálpað þér: 

  • innri spennu

  • streitu og álag

  • tilfinningalega þreytu

  • kvíða og óróleika

  • svefnvandamál

  • almenn orkuleysi

  • endurheimt eftir langvarandi álag

 

Meðferðin er mild og róandi og hentar þeim sem vilja losa sig við spennu án þess að fara í samtal, greiningu eða virka þátttöku.

Eftir tímann

Eftir trans heilun getur þú fundið fyrir þreytu, mikilli slökun, ró, léttleika eða tilfinningum sem hreyfast. Sum sofa lengi eftir tíma, önnur finna meiri skýrleika og innri ró. Allt er þetta eðlilegt.

Áhrifin geta unnið áfram í 1–3 daga. Ef þú ert að vinna með langvarandi spennu eða álag getur verið gott að koma aftur innan 1–2 vikna.

💰 Verð: 10.000 kr

🕒 Lengd: Allt að 30 mínútur

📩 Bókaðu núna:
• Tími á staðnum
• Tími í gegnum netið

bottom of page