top of page

EIGANDINN

Eigandi og starfsmaður Andlegrar vegferðar er Dagbjört Þórðardóttir. Hún er meðal annars ferðamálafræðingur, sjúkraflutningamaður, dáleiðari og heilari að mennt. 

SAGAN

Sumrin 2014 og 2015 lenti Dagbjört í slysum og fór í kjölfarið að upplifa mikla áfallastreitu. Á þessum tíma starfaði hún á sviði birgðastýringar hjá flugfélagi og var farin að finna fyrir einkennum kulnunar, án þess þó að gera sér grein fyrir því. Flugfélagið var á sama tíma að flytja alla starfsemi sína úr landi og bættist því vanlíðan vegna fjöldauppsagna við einkenni kulnunar, áfallastreitu, já og auðvitað ADHD. 

Haustið 2015 var Dagbjört komin í andlegt og líkamlegt þrot og sá ekki lengur tilgang með lífinu. Hún var sem betur fer gripin af fjölskyldu og vinum sem leiðbeindu henni í átt andlegrar og líkamlegrar uppbyggingar í formi veikindaleyfis og uppbyggingar með VIRK. Hún áttaði sig fljótlega á því að ef að andleg líðan er ekki í lagi þá er ekkert annað í lagi og varð því heltekin af  andlegum málefnum, svo sem hugleiðslu, dáleiðslu, orkuheilun og það að geta sett sig í spor annarra til að skilja hvaðan hegðun þeirra/líðan kemur. Nú tíu árum síðar (sumarið 2024) er Dagbjört búin að stofna fyrirtækið Andleg vegferð en markmið þess er að hjálpa fólki að bæta, styrkja og þroska andlega heilsu og líðan. 

bottom of page