top of page

Skyndihjálp - 4 klst

Þetta námskeið hentar fólki sem vill læra eða rifja upp helstu grunnatriði skyndihjálpar og sálræns stuðnings. Markmiðið er að auka öryggi og færni í að bregðast rétt við þegar slys eða veikindi koma upp. Námskeiðið er hnitmiðað og hentugt fyrir alla sem vilja öðlast trausta undirstöðu í skyndihjálp.

 

Lengd
4 klukkustundir með hléum

 

Markmið
Að þátttakendur öðlist sjálfstraust og grunnfærni til að veita skyndihjálp og sálrænan stuðning í neyðartilvikum, bæði við líkamleg og andleg áföll.

 

Viðfangsefni

Kynning – hvað felst í skyndihjálp?


Undirstöðuatriði – hvernig streita og tilfinningar geta haft áhrif í neyðartilfellum, hvernig veita má sálrænan stuðning og forðast sýkingar.


Fjögur skref skyndihjálpar – að tryggja öryggi á vettvangi, meta ástand slasaðra eða sjúkra, kalla til aðstoð og veita skyndihjálp.


Grunnendurlífgun og notkun hjartastuðtækis (AED) – að kanna viðbrögð, opna öndunarveg, athuga öndun, framkvæma hjartahnoð og blástur, nota AED-tæki, setja í hliðarlegu og losa aðskotahlut úr öndunarvegi.


Skyndihjálp við slys og veikindi – umfjöllun og æfingar sem tengjast blæðingum, brunum, áverkum á höfði, hálsi eða baki, hjartaáfalli, bráðaofnæmi, heilablóðfalli, flogum, sykursýki og öndunarerfiðleikum.

Efnisatriði

Fjögur skref skyndihjálpar

  • Tryggja öryggi á vettvangi

  • Meta ástand slasaðra eða sjúkra

  • Sækja hjálp

  • Veita skyndihjálp

 

Grunnendurlífgun og sjálfvirkt hjartastuð

  • Að athuga viðbrögð, opna öndunarveg og athuga öndun

  • Hjartahnoð og blástursaðferð(endurlífgun)

  • Sjálfvirkt hjartastuð (notkun AED tækja)

  • Aðskotahlutur í öndunarvegi

 

Skyndihjálp og áverkar

  • Innvortis- og útvortis blæðingar

  • Bruni og brunasár,

  • Áverkar á höfði, hálsi eða baki

 

Skyndihjálp og bráð veikindi

  • Brjóstverkur

  • Bráðaofnæmi

  • Heilablóðfall

  • Flog

  • Sykursýki

  • Öndunarerfiðleikar

 

Sálrænn stuðningur

  • Streita í neyðartilfellum

  • Tilfinningaleg viðbrögð eftir að hafa veitt skyndihjálp

  • Sálrænn stuðningur

 

Aldurstakmark
14 ára og eldri. 

 

Mat
Frammistaða er metin í gegnum allt námskeiðið, án skriflegs eða verklegs prófs.

 

Viðurkenning
Þátttakendur fá viðurkenningu fyrir þátttöku. Mælt er með að endurmennta sig á tveggja ára fresti til að viðhalda þekkingu og öryggi.

 

Verð
Fyrir 1–15 þátttakendur: 113.200 kr.
Auka þátttakendur (allt að 5 til viðbótar): 7.000 kr. á mann
Einstaklingur á staðnámskeiði: 11.000 kr.

 

Bókanir
Vinsamlegast sendið tölvupóst á styranehf@gmail.com

bottom of page