Skyndihjálp - 12 klst
Þetta ítarlega námskeið er ætlað öllum sem vilja öðlast góða og djúpa þekkingu í skyndihjálp og endurlífgun. Það hentar vel fyrir almenning, sjálfboðaliða, nemendur og starfsfólk sem vill taka sér nægan tíma til að læra hvernig bregðast má rétt við í alvarlegum bráðatilfellum og slysum.
Lengd
12 klukkustundir
Markmið
Að þátttakendur öðlist traustan skilning og færni til að beita einföldum en árangursríkum aðferðum í skyndihjálp. Einnig að þeir læri að þekkja einkenni algengra sjúkdóma, áverka og neyðarástands og bregðast við af öryggi og ró.
Viðfangsefni
Kynning – hvað felst í skyndihjálp og hvers vegna hún skiptir máli.
Undirstöðuatriði – viðbrögð við streitu og áfalli, sálrænn stuðningur og hreinlæti til að forðast smit.
Fjögur skref skyndihjálpar – tryggja öryggi á vettvangi, meta ástand slasaðra eða sjúkra, kalla til hjálp og veita skyndihjálp.
Endurlífgun og hjartastuð – að kanna viðbrögð, opna öndunarveg, athuga öndun, framkvæma hjartahnoð og blástur, nota AED-tæki, setja í hliðarlegu og fjarlægja aðskotahluti úr öndunarvegi.
Skyndihjálp við áverka – blæðingar, sár, bruni, höfuð- og hálsáverkar, beinbrot, liða- og vöðvaskemmdir, eitranir, hitaslag, hitaörmögnun og ofkæling.
Skyndihjálp við veikindum – hjartaáfall, bráðaofnæmi, heilablóðfall, flog, sykursýki og öndunarerfiðleikar (t.d. astmi).
Skyndihjálp – framhaldsefni: nánari líkamsskoðun, lost, blóðnasir, sárameðferð og sáraumbúðir, raflost, höfuð- og tannáverkar, skorðun á hrygg, áverkar á brjóstkassa og kvið, vöðvakrampar, sýklasótt, yfirlið og spelkun útlima.
Efnisatriðin eru viðbót fyrir 4 klst. námskeið
-
Eitranir
-
Hitaslag / hitaörmögnun og ofkæling
-
Lost
-
Blóðnasir
-
Sár og sáraumbúðir
-
Raflost
-
Höfðuáverkar
-
Tannáverkar
-
Skorðun á hyrgg
-
Áverkar á brjóstkassa og kvið
-
Vöðvakrampar
-
Sýklasótt
-
Yfirlið
-
Spelkun útlima
Aldurstakmark
14 ára og eldri.
Mat
Frammistaða er metin í gegnum allt námskeiðið. Þátttakendum stendur til boða að taka skriflegt eða verklegt próf að lokinni kennslu, en það er valkvætt.
Viðurkenning
Þátttakendur fá viðurkenningu fyrir þátttöku. Mælt er með endurmenntun annað hvert ár til að viðhalda færni og öryggi.
Verð
Fyrir 1–15 þátttakendur: 183.400 kr.
Einstaklingur á staðnámskeiði: 18.000 kr.

