top of page

Hvað er Reiki?

 

Reiki er mjúk og öflug orkuheilunaraðferð sem hjálpar líkamanum að ná jafnvægi og stuðlar að vellíðan í líkama, huga og sál. Orkan vinnur þar sem hennar er mest þörf og hjálpar til við að losa spennu, stilla orkuflæði og skapa frið og kyrrð djúpt innra með þér. Reiki virkar sérstaklega vel þegar orkustöðvar líkamans eru í ójafnvægi – það sem við köllum oft „orka sem situr föst“ eða „spenna sem hefur safnast upp“. Eftir meðferð finna margir fyrir ró, hlýju og innri létti – eins og líkaminn hafi fengið að anda að sér ljósi og slaka á öllu sem hann hefur borið. ​ ​ ​

 

Uppruni Usui Reiki

 

Reiki var þróað af Mikao Usui (1865–1926), japönskum lækni og andlegum kennara. Hann helgaði ævi sína leitinni að leið til lækninga og andlegrar vakningar og þróaði aðferðina eftir 21. dags hugleiðslu og föstu á fjallinu Kurama í Japan. Þar upplifði hann ljós og orku sem hann kallaði Reiki – „alheimsorku lífsins“ – og fór síðan að kenna öðrum hvernig hægt væri að leiða þessa orku áfram með höndunum. Usui Reiki hefur síðan borist um allan heim og er nú ein vinsælasta orkuheilunaraðferðin á Vesturlöndum. ​ ​ ​

 

Hvernig fer Reiki tími fram?

 

Reiki meðferðin er um það bil 75 mínútur og fer fram í rólegu, hlýju rými. Þú leggst á meðferðarbekk með teppi yfir þér, grjónamaska yfir augunum og hitateppi undir þér ef þú vilt. Við byrjum með 10–15 mínútna slökunarhugleiðslu sem róar hugann og hjálpar þér að ná dýpri slökun. Þegar þú ert komin(n) í ró, byrja ég Reiki meðferðina, þar sem ég legg hendur mínar á eða yfir orkustöðvar líkamans og fætur. Þetta hjálpar orkunni að flæða frjálslega og líkaminn byrjar sjálfur að jafna sig. Tíminn endar á nokkrum mínútum af hljóðheilun, þar sem mild hljóð frá Koshi chimes styrkja ró og innsigla orkuna. ​ ​ ​

 

Orkustöðvarnar sem unnið er með ​

 

  • Rótarstöð (Muladhara) – jarðtenging, stöðugleiki, öryggi

  • Sakralstöð (Svadhisthana) – sköpun, gleði, tenging við líkama

  • Solar Plexus (Manipura) – sjálfstraust, kraftur, sjálfsmynd

  • Hjartastöð (Anahata) – ást, fyrirgefning, samkennd

  • Hálsstöð (Vishuddha) – samskipti, tjáning, sannleikur

  • Þriðja augað (Ajna) – innsæi, sjón, innri viska

  • Krónustöð (Sahasrara) – tenging við ljós, trú, æðri meðvitund ​​ ​ ​

 

Eftir tímann

 

Eftir Reiki meðferð geturðu fundið fyrir dýpri ró og vellíðan, eða jafnvel örlitlum „orkuhreinsunareinkennum“ á borð við þreytu, hita, dofa eða tilfinningasveiflur. Sumir dreyma meira, gráta eða hlæja, aðrir verða mjög jarðbundnir og kyrrir. Allt er þetta eðlilegt – líkaminn er einfaldlega að vinna úr því sem losnaði. Ef orkan fer virkilega að hreyfast hjá þér getur verið gott að koma aftur eftir 7–10 daga til að dýpka vinnuna og festa jafnvægið. ​

 

💰 Verð: 12.000 kr

🕒 Lengd: 60 mínútur
📩 Bókaðu núna:

• Tími á staðnum

• Tími í gegnum netið

bottom of page