Endurlífgun - 2 klst
Þetta námskeið hentar öllum sem vilja læra eða rifja upp grunnatriði endurlífgunar. Það er sérstaklega gagnlegt fyrir þau sem hafa áður sótt skyndihjálparnámskeið og vilja viðhalda færni sinni í að bregðast hratt og örugglega við þegar á reynir.
Lengd
2 klukkustundir
Markmið
Að þátttakendur öðlist sjálfstraust og færni í að framkvæma hjartahnoð og blástur og kunni að nota hjartastuðtæki (AED) á öruggan og réttan hátt.
Viðfangsefni
-
Fjögur skref skyndihjálpar
-
Grunnatriði endurlífgunar og notkun sjálfvirks hjartastuðtækis (AED)
-
Hvernig á að kanna viðbrögð og öndun
-
Að opna öndunarveg og losa aðskotahlut úr hálsi eða barka
-
Rétt framkvæmd hjartahnoðs og blásturs
Aldurstakmark
14 ára og eldri.
Mat
Þátttaka og frammistaða eru metin í gegnum allt námskeiðið. Ekki er krafist skriflegs eða verklegs prófs.
Endurmenntun
Mælt er með að taka slíkt námskeið að nýju á tveggja ára fresti til að viðhalda færni og öryggi.
Verð
-
Fyrir 1–15 þátttakendur: 90.000 kr.
-
Auka þátttakendur (allt að 5 til viðbótar): 7.000 kr. á mann
Bókanir
Vinsamlegast sendið tölvupóst á styranehf@gmail.com

