top of page

REIKI I & II - 2026

Tveggja daga námskeið þar sem þú lærir að tengjast Reiki-orkunni og vinna með hana á sjálfa(n) þig og aðra.
 

Við förum í gegnum bæði fyrsta og annað stig Usui Reiki, þar sem þú færð innsýn í hvernig orkan flæðir, hvernig þú vinnur með handstöður og tákn, og hvernig þú getur notað orkuna til að skapa frið og jafnvægi í daglegu lífi.

Þessir tveir dagar gefa þér tíma til að slaka, tengjast og endurnærast – og margir finna fyrir miklum innri friði, aukinni meðvitund og dýpri tengingu við alheimsorkuna og ljósið.

 

Námskeiðið er persónulegt, nánast eins og lítið “retreat”, þar sem þú færð góðan tíma til að æfa, spyrja, deila og taka á móti Reiki í öruggu og hlýju umhverfi.

Þú færð:
• Kennslu í Usui Reiki stig 1 & 2
• Tenging (attunement) inn í Reiki-orkuna
• Handbók og leiðbeiningar
• Heita súpu og brauð í hádeginu báða dagana
• Vottorð þar sem kemur fram kennslulínan þín (Reiki-lineage) – hverjir kennararnir hafa verið á undan þér

📅 7. & 8. mars 2026

🕒 kl. 09:00–16:00 báða dagana

📍 Urðartjörn 4, Selfossi🌿 Hámark 6 þátttakendur

💰 Almennt verð: 31.900 kr 

staðfestingargjald er 15.000 kr og er óendurkræft

Aðeins 6 komast að svo hver og einn nemandi fái persónulega leiðsögn.

📩 Skráning: skilaboð á Facebook/Instagram eða á andlegvegferd@gmail.com

bottom of page