top of page

Hápunktinum náð!

Fullt tungl er hápunktur tunglhringsins — tíminn þegar orkan sem þú hefur kallað inn með nýju tungli er komin á topp.


Í þessari athöfn förum við inn á við, stillum orkuna af og losum um allt sem orðið er of mikið af.

Við byrjum kvöldið á einfaldri hugleiðslu sem hjálpar þér að róa hugann og ná tengingu við sjálfa þig. Þú færð tíma til að taka eftir því hvað hefur verið að gerast síðustu vikur – hvað hefur vaxið, hverju þú ert tilbúin að sleppa – og leyfir líkamanum að slaka á. Síðan leiði ég þig í gegnum athöfn þar sem þú losar spennu og orku sem hefur safnast upp.
Þetta er mjúk og meðvituð leið til að jafna orkuna og skapa meira rými innra með þér.

 

Að lokum tekur tónheilunin við. Hljóðin frá gongi, trommum og Koshi chimes hjálpa líkamanum að róast enn dýpra og styðja þig í að finna innra jafnvægi áður en nýr hringur hefst.

Þetta er róleg og nærandi stund þar sem þú þarft ekki að gera neitt – bara anda, hlusta og leyfa líkamanum að vinna með orkuna.

📅 Dagsetningar: 5. nóvember & 4. desember 2025

🕣 Tími: kl. 19:30 – 20:30

📍 Staður: Urðartjörn 4, Selfossi — hlýtt, persónulegt rými 

💰 Verð: 2.500 kr. á mann

📩 Skráning: Sendu mér skilaboð á Facebook/Instagram eða póst á andlegvegferd@gmail.com — sæti eru takmörkuð

bottom of page