Djúpslökun & Tónheilun
Gefðu þér klukkustund í miðri viku til að staldra við, sleppa spennu og endurhlaða orkuna 🌙
Á miðvikudagskvöldum býð ég upp á 60 mínútna djúpa slökun þar sem við sameinum leidda djúpslökun og tónheilun – hlýja, kyrrð og frið fyrir líkama og sál.
🌿 Um stundina
Við hefjum kvöldið á leiddri djúpslökun sem róar hugann og losar um spennu í líkamanum.
Þegar líkaminn og hugurinn hafa fengið að mýkjast tekur tónheilunin við – hljóð og titringur frá gongi, trommum og Koshi chimes umvefur þig og stuðlar að jafnvægi, innri kyrrð og endurnýjun.
Þetta er þinn heilagi tími í miðri viku – stund þar sem þú færð að sleppa tökum, hlaða þig ró og styrk fyrir næstu daga.
📍 Staðsetning: Urðartjörn 4, Selfossi – lítið og kósý rými
🕠 Tími: Miðvikudagar kl. 17:30–18:30
💰 Verð: 1.500 kr. á mann
📩 Skráning: Með skilaboðum á Facebook/Instagram eða með tölvupósti á andlegvegferd@gmail.com. Pláss eru takmörkuð 🌿
✨ Ljúf stund fyrir líkama, huga og sál – rétt á meðan dagurinn sefur og kvöldið tekur við ✨

